Allt árið um kring
Hljómar kannski flókið, en hvað þýðir þetta fyrir þig sem almennan iðkanda hjá Metabolic Reykjavík?
Í hverjum tíma eru nokkur erfiðleikastig af sama tímanum í boði, það köllum við MB 1-3, þar sem “MB” stendur fyrir Metabolic. Auk þess er hægt að velja að fara í Vol2 eða MST. Allar æfingar eru í boði í öllum tímum og þjálfarinn stýrir upphitun fyrir alla, útskýrir töflur og veitir aðstoð. Allar þessar æfingar eru betur útskýrðar hér fyrir neðan.
Ákefð eykst eða minnkar á milli vikna í æfingakerfinu okkar. Æfingakerfið hefst á viku 1 og álag eykst jafnt og þétt í fjórar vikur allt upp í viku 4. Þá minnkar ákefðin aftur. Þetta kallast bylgjukennt æfingaálag og er sett upp til að iðkendur fái breytileika en aðallega hvíld í æfingum.
Vika 1 – býður upp á einfaldara æfingaval og lengri hvíldir milli setta. Þetta er besta vikan til að hefja heilsuferðalagið og frábær tími til að fara betur yfir tækni og gefa sér tím a í lyftum. Þeir sem eru lengra komnir nota þessa viku stundum til að gera færri hreyfingar og þyngja þær vel. Við köllum þetta recovery viku, þó hún sé ekki alltaf létt.
vika 2 – aðalmunurinn á milli vikna hér er æfingatíminn, vinnutími lengist og hvíldin styttist, semsagt: meiri ákefð í uppsettri æfingu. Ef þú þyngdir í síðustu viku er markmið að halda þyngdum áfram hér.
Vika 3 – hér eru komnar inn flóknari æfingar; margliðamótaæfingar og fleiri æfingar með þyngdum í hærri erfiðleikastigum. Hvíldin styttist meira og ákefðin eykst. Í þessari viku fáum við alltaf Barbarian æfinguna, en við vitum ekki hvenær!
Vika 4 – þyngsta og hraðasta vikan! Markmið að halda þyngdum frá viku 1 og halda út tímann! Vertu tilbúin/n til að leggja meira á þig en í viku 3.
Góður undirbúningur er lykillinn að ánægjulegri upplifun og góðum árangri.
Failing to prepare,
is planning to fail.
-Benjamin Franklin.
Komdu með íþróttaföt og skó til inniæfinga.
Vatnsbrúsi er einnig nauðsynlegur.
Við bjóðum þeim sem eru einungis í landi hluta úr mánuði sérstök kjör. Hafðu samband á [email protected] til að fá meiri upplýsingar.
Nærðu þig vel helst 2 klst fyrir æfingu. Ef þú nærð því ekki vegna tímaskorts, eins og t.d. fyrir morgunæfingu, fáðu þér þá eitthvað létt, eins og banana.
Passaðu uppá að fá nægt prótein í hverri máltíð eftir að þú byrjar að æfa.
Við bjóðum upp á rúmgóða búningsklefa með góðum sturtum. Það eru engin læst hólfe eða skápar, svo ef þú ert óörugg/ur með dýr tæki, þá er betra að skilja þau eftir í bílnum.
Stoppar á Höfðabakka:
6
Stoppar á Stórhöfða:
24 – 11
Stoppar á Vagnhöfða:
12
Það er nægur fjöldi bílastæða fyrir utan hjá okkur og í kringum húsið við Stórhöfða 17, þar sem við erum staðsett.
Metabolic Reykjavík á nokkra góða samstarfsaðila sem veita áskrifendum fín afsláttarkjör. Meðal samstarfsaðila má nefna Hreysti, Fætur toga og Wodbúðina.
Sendu póst á info@metabolicreykjavík.is eða kíktu í lokaða áskrifendahópinn á Facebook til að fá meiri upplýsingar
Þú velur flipann ‘skráningar’ á heimasíðunni og velur áskriftina sem heitir ‘Tveggja vikna frípassi’. Þú skráir þig og getur um leið bókað þig í fyrsta tímann í gegnum Sportabler appið.
Þú þarft íþróttaföt og íþróttaskó, einnig er gott er að hafa vatnsbrúsa. Ekki gleyma handklæðinu!
Við erum með rúmgóða klefa þar sem er nóg pláss til að skipta um föt og fara í sturtu á eftir.
Þú velur erfiðleikastig þegar þú mætir á staðinn og getur þannig leyft dagsforminu að ráða.
Veldu á milli MB2, MB3 eða VOL2.
Já, við erum með tvo rúmgóða búningsklefa með sturtum, annan fyrir konur og hinn fyrir karla.
Fyrir öll önnur erum við með einkaskiptiklefa, en þó án sturtu.
Þú mætir á staðinn og þjálfari tekur á móti þér.
Þjálfarinn mun stýra sameiginlegri upphitun fyrir allan hópinn og svo útskýra æfingar dagsins.
Í lok æfinga fær hópurinn síðustu áskorun dagsins sem við köllum finisher.
Allir hóptímar eru á bilinu 45-50 mín.
Við gerum kröfu um að allir iðkendur bóki sig fyrirfram í tíma í gegnum sportabler appið.
Við erum að takmarka fjölda iðkenda við 25 manns í hvern tíma til að tryggja gæði í þjálfun, pláss fyrir alla og nægan búnað, og síðast en ekki síst, fyrir góða yfirsýn þjálfara.
Fyrir hvern hóptíma eru tveir möguleikar á bókun í appinu; MST og MB1-3.
MB1-3 er almenni hóptíminn með þremur erfiðleikastigum. Ný æfing á hverjum degi. 20 pláss laus í hverjum tíma.
MST er lyftingatíminn og fer fram á lyftingarekkasvæðinu. Ný æfing á þri, fim og lau. 5 laus pláss í hverjum tíma.
Ef meiðslin eru ekki alvarleg og þú treystir þér, mælum við alltaf með hreyfingunni!
talaðu við þjálfarann á staðnum og hann mun hjálpa þér að aðlaga æfingarnar að þinni getu, þannig að þú hafir bæði gott og gaman af tímanum.
Af því að við notumst við bókunar kerfi, þá er mjög mikilvægt að afbóka pláss sem búið er að taka frá, ef eitthvað óvænt kemur upp sem gerir það að verkum að við komumst ekki á staðinn.
Þá getur einhver annar nýtt plássið.
Afþví að við notumst við bókunarkerfi þar sem 25 pláss eru í boði hverju sinni, þá getur komið fyrir að tímar fullbókist.
Þá mælum við með að skrá sig á biðlista. Um leið og einhver skráður afbókar sig, þá kemst fyrsti einstaklingur á biðlista sjálfkrafa inn í tímann.
ATH mikilvægt er að hafa stillt á “notifications ON” í appinu til að fá tilkynningar um að þú hafir fengið pláss.
Þú sendir tölvpuóst með fullu nafni og kennitölu þinni á emailið: [email protected].
Þú þarft að senda uppsögn minnst 2 vikum fyrir næsta gjalddaga.
Ekki er hægt að segja upp 3 og 6 mánaða áskriftum.