Hreysti

Fyrstu skrefin við val á fæðubót reynast mörgum flókin og því höfum við valið hér okkar uppáhaldsvörur. 

Við erum stolt af samstarfinu við Hreysti, því þar fást einungis efni sem hönnuð eru undir Evrópskum stöðlum, sem eru þeir ströngustu í heimi. 

Við mælum með hágæðavörum frá Hreysti.

Allir áskrifendur Metabolic Reykjavík eru með afsláttarkóða í vefverslun, kóðinn gildir fyrir öll fæðubótarefni.

Fáðu kóðann hjá þjálfaranum þínum, eða inni á lokaða Facebook hóp áskrifenda. 

Kreatín

Creatine Monohydrate er eitt af mest rannsökuðu fæðubótarefnum í heiminum og hefur sýnt fram á virkni og öryggi í fjölmörgum tilraunum. Íþróttafólk sem stundar íþróttir þar sem sprengikraftshreyfingar við mikið álag eru algengar, geta aukið afköst með inntöku kreatíns. Því getur Creatine Monohydrate hjálpað fjölda íþróttafólks eins og t.d. þeim sem stunda lyftingar af krafti, spretthlaupurum, fótboltaköppum o.s.frv.

Creatine Monohydrate er að finna í ýmsu kjöti og fisk (3-7g per kg). Hinsvegar þarf að borða svakalegt magn af kjöti eða fiski til þess að fá inn nægan skammt af Creatine Monohydrate svo það fari að telja. Því er afar vinsælt að taka inn Creatine Monohydrate aukalega í duft eða pilluformi.

Við mælum með því að taka 5g af Creatine Monohydrate 1-2 sinnum á dag, helst með mat eða einhvers konar kolvetnaupplausn.

Prótein

Vöðvaþræðir brotna niður (catabolism) og endurbyggjast (anabolism) yfir daginn. Þegar æfingar bætast inn í dagskipulagið, þá eykst álag á vöðva og eykur niðurbrot vöðva. Til þess að vinna á móti þessu niðurbroti er hægt að innbyrða prótein reglulega yfir daginn. Það hjálpar líkamanum að byggja aftur upp vöðva og flýtir þannig fyrir endurheimt.

Impact Whey frá Myprotein er búið til úr hágæða mysu. Hver skammtur af Impact Whey inniheldur 19-24g (eftir bragðtegund) af próteini sem inniheldur allar helstu amínósýrurnar ásamt 4,5g af keðjuamínósýrum (BCAA) og 3,6g af glútamíni. Blandan er “instantized” sem þýðir að hún blandast afar vel saman við vatn. Blandan inniheldur afar lítið af kolvetnum og fitu og er því frábær fyrir þá sem vilja bæta inn próteini án þess að því fylgi mikið af auka kaloríum. Ef þú ert að leita að mysupróteini sem stenst stranga gæðastaðla ásamt því að vera með afbragðsgóða amínósýrubyggingu og það á góðu verði – þá ertu á réttum stað.

Við mælum með því að blanda einni skeið (30g) af Impact Whey út í ískalt vatn eða mjólk (150-250ml, magn vökva breytir áferð próteinsins). Best er að taka það strax eftir æfingar, en einnig er hægt að nota það hvenær sem er yfir daginn sem millimál eða í smoothie/bakstur.

BATTERÍ

Batterí er háþróaður íþróttadykkur sem inniheldur auðmeltanleg kolvetni, sem veita skjóta orku, og sölt & steinefni (natríum, magnesíum, kalíum) sem hjálpa til að hraða efnaskiptum orkuefnanna og stuðla að viðhaldi vökvajafnvægis.

Batterí eykur getu líkamans til að taka upp vökva, viðhalda frammistöðu og verndar gegn krömpum, á meðan æfingunni stendur. Hver skammtur inniheldur hæfilegt magn af kolvetnum (36g sem 7% lausn) og natríum (20 mmol/L) til að veita orku og hjálpa til að viðhalda vökvabúskapi líkamans. Þar að auki inniheldur blandan greinóttar amínósýrur (BCAA), en þær stuðla að uppbyggingu vöðva í gegnum ferli sem kallast muscle protein synthesis. Þá getur neysla á BCAA stuðlað að betri endurheimt eftir æfingu/keppni.

Magn og blanda kolvetna í hverjum skammti af Batterí er valið út frá vísindalegum sjónarmiðum. Rannsóknir hafa sýnt fram á að styrkur kolvetna í íþróttadrykkjum á bilinu 6 – 9% skili bestu niðurstöðum fyrir árangur. Blandan er ísótónísk, en það þýðir að styrkur kolvetna og salta í Batterí er svipaður og í mannslíkamanum. Kolvetnastyrkur Batterís stuðlar að hraðari magatæmingu og frásogi í þörmunum og hjálpar því líkamanum að halda vökvajafnvægi, sem og að auka framboð kolvetna til notkunar fyrir heila og vöðva á meðan æfingu/keppni stendur.

Auk kolvetna og amínósýra er einnig að finna sölt og steinefni, og þá sérstaklega natríum (Na), kalíum (K) og magnesíum (Mg).

BATTERÍ

SALT OG STEINEFNATÖFLUR

Batterí steinefna og salt freyðitöflurnar eru hannaðar til þess að fylla hratt og örugglega á steinefna- og salt birgðir líkamans. Freyðitöflurnar innihalda lykil steinefni og sölt án þess að innihalda mikið af umfram kaloríum.

Afhverju á ég að taka Batterí freyðitöflurnar?

Við æfingar svitnum við um ca 1 lítra á klukkutíma eftir álagi. Samhliða missum við steinefni og sölt úr líkamanum, en þessi efni koma í veg fyrir krampa og tryggja að vöðvarnir vinni eins og þeir eiga að gera. Þegar ekki er bætt nógu hratt á þessar vatns-, steinefna- og salt birgðir þá er hætta á að líkaminn ofþorni.

SIS IMMUNE

SiS Immune er hannað til þess að styðja við og viðhalda starfsemi ónæmiskerfisins á meðan og eftir æfingar. Þetta eru freyðitöflur sem leysast upp í vatni en freyðitöflurnar eru afar handhægar og auðvelt að grípa með sér á æfingu. C vítamín (200mg) og járn (2,5mg) eru lykil innihaldsefnin, þessi vítamín og steinefni eru þekkt fyrir að hafa jákvæð áhrif á starfsemi ónæmiskerfisins almennt, sem og eftir kröftugar æfingar.

Mikið æfingaálag getur haft neikvæð áhrif á ónæmiskerfið en eftir kröftuga æfingu getur ónæmiskerfið verið veikt í 3-72 tíma. Það eykur hættu á því að íþróttafólk fái til dæmis kvef. Á móti kemur að of mikil inntaka vítamín getur minnkað áhrif æfinga. Þess vegna er SiS Immune hannað með það í huga að skila nákvæmum, úthugsuðum skammti af réttum vítamínum sem henta vel eftir erfiðar æfingar.