Metabolic Reykjavík

Heimasíðan er: https://metabolicreykjavik.is.

Yfirlýsing

Metabolic Reykjavík er umhugað að meðhöndla persónulegar upplýsingar og önnur gögn sem safnast á faglegan og öruggan hátt. Persónuverndarstefna okkar upplýsir viðskiptavini, starfsmenn, einstaklinga og samstarfsaðila hvernig gögnum er safnað og hvernig er unnið með þær upplýsingar.

Söfnun og meðhöndlun gagna

Þau gögn sem Metabolic Reykjavík safnar að sér eru um starfsmenn, viðskiptavini og þá birgja sem fyrirtækið skiptir við. Er Metabolic skylt að varðveita og vinna þessi gögn í samræmi við lög og reglur. Ný persónuverndarlög tóku gildi 15. Júlí 2018.

Tilgangur söfnunar persónuupplýsinga er að:

Stuðla að því að þjónustan sé sniðin að þörfum viðskiptavina.

Miðla upplýsingum í markaðslegum tilgangi.

Veita aðgang að þjónustu, vörum og upplýsingagjöf.

Miðlun upplýsinga

Þær persónuupplýsingar sem Metabolic Reykjavík safnar eru einungis notaðar í áður tilgeindum tilgangi. Metabolic Reykjavík áskilur sér þann rétt að miðla persónuupplýsingum til þriðja aðila sé hann verktaki eða þjónustuaðili á vegum fyrirtækisins. Er þetta einungis gert í þeim tilgangi að veita viðskiptavinum þjónustu fyrir hönd Metabolic Reykjavík. Persónuupplýsingum er ekki miðlað til þriðja aðila undir neinum öðrum kringumstæðum. Í þeim tilfellum sem verktaki eða þjónustuaðili Metabolic Reykjavík fær aðgang að persónuupplýsingum, tryggir fyrirtækið að öllum gögnum sé eytt í lok verks.

Persónuupplýsingar um viðskiptavini eru ekki undir neinum kringumstæðum leigðar eða seldar frá Metabolic Reykjavík.

Myndbirting

Metabolic Reykjavík birtir reglulega myndir og myndskeið úr tímum á samfélagsmiðlum Metabolic Reykjavík. Með kaupum á áskrift hjá Metabolic Reykjavík, er gert ráð fyrir að áskrifendur samþykki slíka birtingu. Ef áskrifandi vill ekki að myndefni birtist af sér á miðlum, ber að láta vita í tölvupósti [email protected], í skilaboðum á samfélagsmiðlum Metabolic Reykjavík facebook, instagram messenger eða í skilaboðum í Sportabler appinu.

Áskriftir

Iðkendur eru á eigin ábyrgð þegar þeir stunda þjálfun hjá Metabolic Reykjavík.

Allar áskriftir taka gildi strax við kaup.

Eina skilyrðið fyrir notkun FRÍPASSA er að hafa ekki æft hjá Metabolic Reykjavík áður. Hafir þú verið í áskrift áður, mun fríáskrift þinni umsvifalaust vera lokað, nema um annað hafi sérstaklega verið samið.

Með áskrift er hægt að mæta í alla opna hóptíma hjá Metabolic Reykjavík, Open gym og Pop up tíma sem falla undir opnu áskriftina. Metabolic Reykjavík áskilur sér rétt til að taka út hóptíma ef ekki fæst næg þátttaka.

ÓTÍMABUNDIN ÁSKRIFT endurnýjast sjálfkrafa í hverjum mánuði, engin binding er, en til að stoppa næstu greiðslu þarf að segja upp áskrift 2 VIKUM FYRIR NÆSTA GJALDDAGA. Senda skal á netfangið [email protected] með upplýsingum um kennitölu greiðanda.

Greiðslur eru ÓAFTURKRÆFAR.
Ekki er boðið upp á frystingu á áskriftarleiðum.

Allir áskrifendur geta sótt um aðgang að lokuðum hóp á Facebook þar sem öll innri upplýsingagjöf fer fram: https://www.facebook.com/groups/MBRlokad