Þjálfarar
Eygló
Egilsdóttir
EIGANDI / FRAMKVÆMDASTJÓRI


Eygló er einn af eigendum MBR og elskar ekkert meira en að dvelja í æfingasalnum.
Einnig á hún Jakkafatajóga sem sérhæfir sig í jógatímum fyrir vinnustaði.
Eygló er ÍAK einkaþjálfari, jógakennari og viðskiptafræðingur og hefur lokið fjölmörgum námskeiðum á sviði þjálfunar og kennslu. Hún hefur yfir áratuga reynslu af þjálfun og kennslu.
Ástríða: Að valdefla einstaklinga með þjálfun.
Mottó: Hik er sama og tap.
Uppáhalds æfingalagið: Lose yourself með Eminem.
STEINUNN BIRTA HARALDSDÓTTIR
aðstoðarÞJÁLFARInn


Steinunn er á þriðja ári í íþróttafræði við HR, hún hefur á síðustu tveimur árum stundað nám og sótt fjöldamörg námskeið á sviði þjálfunar, þar á meðal ÍAK styrktarþjálfarann. Innst inni er hún algjör handboltakempa, en í dag líður henni best á góðri styrktaræfingu, ýmist sem iðkandi eða þjálfari.
Ástríða: Að hjálpa fólki að stækka þægindarammann sinn.
Mottó: Choose your battles.
Uppáhalds æfingalagið: Auslander með Rammstein.
HLYNUR
MAGNÚSSON
METABOLICÞJÁLFARI


Hlynur hefur æft fótbolta frá unga aldri og hefur nýtt sér meiðsli á ferlinum sem góðan skóla. Hann er alinn upp hjá Fylki en spilar nú með Njarðvík.
Hann leggur stund á Íþróttafræði við HR og er á öðru ári.
Ástríða: Að hugsa vel um heilsuna því hún mun hugsa um þig.
Mottó: Alltaf að gera sitt besta!
Uppáhalds æfingalag: Blah blah blah með Armin van Buuren.
Uppáhalds æfing: Assault airbike.