Metabolic kerfið

Metabolic Reykjavík er þjálfunarstöð sem er sérsniðin að þeim sem vilja fjölbreytta, faglega og skemmtilega heilsurækt og komast í sitt allra besta form. Í Metabolic bjóðum við upp á það besta úr einkaþjálfunar- og hóptímaheiminum. 

Æfingakerfið er íslenskt og er hannað af Helga Jónasi Guðfinnssyni sem er líklega þekktastur fyrir afrek sín á körfuboltavellinum, en síðusta rúmlega áratuginn hefur hann helgað sig þróun á Metabolic æfingakerfinu. 

Í kerfinu eru engar tilviljanir, hvorki í upphitun, niðurlagi og allra síst í æfingunum sjálfum. Því Helgi sér til þess að við séum að nota það allra nýjasta úr rannsóknum í heilsurækt hverju sinni. 

Æfingasvæði Metabolic rvk

Við erum stolt af æfingasvæðinu okkar sem hefur þróast og breyst á hverju ári með breyttum þörfum iðkendanna sem styrkjast og vaxa með okkur.

Aðstaða og búnaður

forsaga Metabolic Reykjavík

Eygló hóf samstarf við Metabolic Ísland árið 2013 og opnaði þá fyrir hóptímaþjálfun í Árbæ í samstarfi við Árbæjarþrek.

Þar blómstraði starfssemin til ársins 2016 eða þangað til Árbæjarþrek lokaði.

Það var svo árið 2018 að Eygló fann húsnæðið að Stórhöfða og eftir langar samningaviðræður við eiganda hússins var loks skrifað undir leigusamning. Breyta þurfti rýminu úr öldurhúsi yfir í íþróttasal og það tókst á undraskömmum tíma. 

Metabolic Reykjavík opnaði í núverandi mynd þann 7. janúar 2019 og er Eygló ein þriggja eigenda að rekstrinum.

Þjálfararnir þínir

Allir þjálfarar hjá Metabolic Reykjavík hafa lokið námi  og hlotið viðeigandi þjálfun í starfi.

Steinunn
birta

BsC og MsC í íþróttafræði frá HR

Steinunn hefur verið í teyminu frá fyrsta degi opnunar og þjálfar hóptíma Metabolic ásamt því að prógramma hluta af æfingunum.

Hún hefur æft íþróttir og stundað lyftingar í mörg ár. Hennar reynsla skilar sér beint í æfingarnar okkar.

Ragnar Mar

BsC í íþróttafræði frá HR.

Ragnar þjálfar hóptíma Metabolic. Hann hefur einstaka ástríðu fyrir styrktarþjálfun. 

Hann tekur einnig að sér einkaþjálfun fyrir almenning og afreksíþróttafólk í Metabolic salnum. 

Chase Steffens

Functional Range Conditioning. Yoga instructor and masseuss.

Functional Range Conditioning, intent on maximizing strength and control throughout an individual’s full range of motion.

Certified yoga instructor and a massage practitioner, specializing in Hawaiian Lomi Lomi and Thai Yoga massage.

 

Jakob Breki

BsC í íþróttafræði frá HR.

Jakob þjálfar hóptíma Metabolic. Hann hefur mikla ástríðu fyrir styrktarþjálfun. 

Hann tekur einnig að sér einkaþjálfun fyrir almenning og afreksfólk í Metabolic salnum. 

Kátur Cavalier

Meistaragráða í knúsi og diplóma í barnagæslu úr skóla hundalífsins.

Kátur hefur mikla ástríðu fyrir því að heilsa öllum sem koma inn og svo má búast við honum sofandi og hrjótandi á meðan allir æfa. 

Hann elskar að læra ný trix og vill gjarnan sýna þau fyrir gott hundanammi. 

 

Eygló
egils

Viðskiptafræðingur, ÍAK einkaþjálfari og jógakennari.

Stofnandi og einn eigenda MBR. 

Hennar grunnur er úr jógaheiminum, en hóf að vinna markvisst með hugmyndafræði Metabolic árið 2013. 

Algengar spurningar

Þú velur flipann ‘skráningar’ á heimasíðunni og velur áskriftina sem heitir ‘Tveggja vikna frípassi’. Þú skráir þig og getur um leið bókað þig í fyrsta tímann í gegnum Sportabler appið.

Þú þarft íþróttaföt og íþróttaskó, einnig er gott er að hafa vatnsbrúsa. Ekki gleyma handklæðinu! 

Við erum með rúmgóða klefa þar sem er nóg pláss til að skipta um föt og fara í sturtu á eftir. 

Þú velur erfiðleikastig þegar þú mætir á staðinn og getur þannig leyft dagsforminu að ráða. 

Veldu á milli MB2, MB3 eða VOL2.

Já, við erum með tvo rúmgóða búningsklefa með sturtum, annan fyrir konur og hinn fyrir karla. 

Fyrir öll önnur erum við með einkaskiptiklefa, en þó án sturtu.

Þú mætir á staðinn og þjálfari tekur á móti þér. 

Þjálfarinn mun stýra sameiginlegri upphitun fyrir allan hópinn og svo útskýra æfingar dagsins. 

Í lok æfinga fær hópurinn síðustu áskorun dagsins sem við köllum finisher. 

Allir hóptímar eru á bilinu 45-50 mín.

Við gerum kröfu um að allir iðkendur bóki sig fyrirfram í tíma í gegnum sportabler appið. 

Við erum að takmarka fjölda iðkenda við 25 manns í hvern tíma til að tryggja gæði í þjálfun, pláss fyrir alla og nægan búnað, og síðast en ekki síst, fyrir góða yfirsýn þjálfara. 

Fyrir hvern hóptíma eru tveir möguleikar á bókun í appinu; MST og MB1-3. 

MB1-3 er almenni hóptíminn með þremur erfiðleikastigum. Ný æfing á hverjum degi. 20 pláss laus í hverjum tíma. 

MST er lyftingatíminn og fer fram á lyftingarekkasvæðinu. Ný æfing á þri, fim og lau.  5 laus pláss í hverjum tíma.

Ef meiðslin eru ekki alvarleg og þú treystir þér, mælum við alltaf með hreyfingunni! 

talaðu við þjálfarann á staðnum og hann mun hjálpa þér að aðlaga æfingarnar að þinni getu, þannig að þú hafir bæði gott og gaman af tímanum. 

Af því að við notumst við bókunar kerfi, þá er mjög mikilvægt að afbóka pláss sem búið er að taka frá, ef eitthvað óvænt kemur upp sem gerir það að verkum að við komumst ekki á staðinn.

Þá getur einhver annar nýtt plássið. 

Afþví að við notumst við bókunarkerfi þar sem 25 pláss eru í boði hverju sinni, þá getur komið fyrir að tímar fullbókist. 

Þá mælum við með að skrá sig á biðlista. Um leið og einhver skráður afbókar sig, þá kemst fyrsti einstaklingur á biðlista sjálfkrafa inn í tímann. 

ATH mikilvægt er að hafa stillt á “notifications ON” í appinu til að fá tilkynningar um að þú hafir fengið pláss. 

Þú sendir tölvpuóst með fullu nafni og kennitölu þinni á emailið: [email protected].

Þú þarft að senda uppsögn minnst 2 vikum fyrir næsta gjalddaga. 

Ekki er hægt að segja upp 3 og 6 mánaða áskriftum.