Þjálfarar
Eygló
Egilsdóttir
EIGANDI / FRAMKVÆMDASTJÓRI

Eygló er einn af eigendum MBR og elskar ekkert meira en að dvelja í æfingasalnum.
Einnig á hún Jakkafatajóga sem sérhæfir sig í jógatímum fyrir vinnustaði.
Eygló er ÍAK einkaþjálfari, jógakennari og viðskiptafræðingur og hefur lokið fjölmörgum námskeiðum á sviði þjálfunar og kennslu. Hún hefur yfir áratuga reynslu af þjálfun og kennslu.
Ástríða: Að valdefla einstaklinga með þjálfun.
Mottó: Hik er sama og tap.
Uppáhalds æfingalagið: Lose yourself með Eminem.
RÚNA BJÖRG SIGURÐARDÓTTIR
EIGANDI / STJÓRNARFORMAÐUR

Rúna er einn af eigendum MBR og hún á einnig Metabolic á Akranesi. Það má því segja að Rúna sé á kafi í þjálfunarheiminum. Hún elskar ekkert meira en að hjálpa fólki að komast yfir veikleikana sína og breyta þeim í styrkleika. Best líður henni þegar hún er í æfingasalnum með litlum hópi sem fær ítarlega þjálfun í styrktaræfingum.
Ástríða: Smáatriðin.
Mottó: Better sore than sorry.
Uppáhalds æfingalagið: POWER með Kanye West..
STEINUNN BIRTA HARALDSDÓTTIR
aðstoðarÞJÁLFARInn

Steinunn er á þriðja ári í íþróttafræði við HR, hún hefur á síðustu tveimur árum stundað nám og sótt fjöldamörg námskeið á sviði þjálfunar, þar á meðal ÍAK styrktarþjálfarann. Innst inni er hún algjör handboltakempa, en í dag líður henni best á góðri styrktaræfingu, ýmist sem iðkandi eða þjálfari.
Ástríða: Að hjálpa fólki að stækka þægindarammann sinn.
Mottó: Choose your battles.
Uppáhalds æfingalagið: Auslander með Rammstein.
HELGI JÓNAS GUÐFINNSSON
HÖNNUÐUR METABOLIC ÆFINGAKERFISINS

Helgi er hönnuður Metabolic æfingakerfisins og eigandi Metabolic í Reykjanesbæ og Grindavík. Hann hefur mikla reynslu af körufboltaþjálfun bæði sem leikmaður á afreksstigi og þjálfari.
Hann kenndi til margra ára við einkaþjálfaranámið hjá Íþróttaakademíu Keilis en einbeitir sér nú alfarið að þjálfun og uppbyggingu Metabolic innanlands og utan.
Ástríða: Lífeðlisfræðin á bakvið þjálfunarfræðina.
Mottó: Við verðum að hafa soldið gaman af þessu!
Uppáhalds æfingalagið: ALLT með Skálmöld!
HLYNUR MAGNÚSSON
METABOLICÞJÁLFARI

Hlynur hefur æft fótbolta frá unga aldri og hefur nýtt sér meiðsli á ferlinum sem góðan skóla. Hann er alinn upp hjá Fylki en spilar nú með Njarðvík.
Hann leggur stund á Íþróttafræði við HR og er á öðru ári.
Ástríða: Að hugsa vel um heilsuna því hún mun hugsa um þig.
Mottó: Alltaf að gera sitt besta!
Uppáhalds æfingalag: Blah blah blah með Armin van Buuren.
Uppáhalds æfing: Assault airbike.
SILLA RÚN HJARTARDÓTTIR
METABOLICÞJÁLFARI

Silla hefur bakgrunn úr mörgum íþróttum og hefur mikinn áhuga á öllu sem tengist heilsu og hreyfingu. Hún er viðskiptafræðingur frá HÍ og sinnir þjálfun hjá MBR í sínum frítíma.
Ástríða: Að hjálpa fólki að auka áhuga sinn á að innleiða reglulega hreyfingu í líf sitt.
Mottó: Illu er best af lokið.
Uppáhalds æfingalagið: Losing it – radio edit.
LILJA MARÍA SIGFÚSDÓTTIR
METABOLICÞJÁLFARI

Lilja er menntaður íþróttafræðingur úr HR, en hennar íþróttabakgrunnur er úr íshokkí. Lengi vel var hún landsliðskona í íþróttinni en hún lagði skautana á hilluna fyrir nokkrum árum. Nú hefur hún fengið ástríðu fyrir því að æfa og þjálfa í Metabolic í sínum frítíma. Samhliða því að vera Metabolic-ari á Lilja tvö börn og hún starfar í málefnum fatlaðs fólks í Mosfellsbæ.
Ástríða: að æfa og þjálfa í góðum félagsskap og vera hvetjandi fyrir aðra.
Mottó: Þú ert þinn helsti keppinautur!
Uppáhalds æfingalagið: No tourists með Prodigy.