fbpx

Skilmálar

Með áskrift er hægt að mæta í alla opna hóptíma hjá Metabolic Reykjavík, þar að auki er boðið upp á Open Gym á ákveðnum tímasetningum á milli hóptíma alla daga vikunnar. Metabolic áskilur sér rétt til að taka út hóptíma ef ekki fæst næg þátttaka.

Mánaðaráskriftin endurnýjast sjálfkrafa í hverjum mánuði, engin binding er, en til að stoppa næstu greiðslu þarf að segja upp áskrift fyrir 20. dags mánaðar og fellur áskrift þá úr gildi næstu mánðarmót á eftir og engin greiðsla verður tekin eftir mánaðarmótin. Senda skal á netfangið info@metabolicreykjavik.is með upplýsingum um kennitölu greiðanda.

Greiðslur vegna allra áskrifta eru óafturkræfar. Ekki er boðið upp á frystingu á áskriftarleiðum.

Iðkendur eru á eigin ábyrgð þegar þeir stunda Metabolic.

Allir áskrifendur geta sótt um aðgang að lokuðum hóp á Facebook þar sem öll innri upplýsingagjöf fer fram: https://www.facebook.com/groups/MBRlokad

ATH: Metabolic Reykjavík birtir reglulega myndir og myndskeið úr tímum á samfélagsmiðlum Metabolic. Ef áskrifandi vill ekki að myndefni birtist af sér á miðlum, ber að láta vita í tölvupósti eða messenger.

Stofna þarf aðgang í Sportabler til að geta keypt áskriftina, við það berst staðfestingarpóstur sem á það til að lenda í ruslhólfi/spam. Við mælum einnig með að ná í Sportabler appið til að nota þjónustuna okkar sem best.

Seljandi heitir kaupanda trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin.

Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Skilmálar þessir eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna þeirra skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.v