Skilmálar

Metabolic áskilur sér rétt til að taka út tíma ef ekki fæst næg þátttaka. Iðkandi samþykkir að greiða að fullu gjald vegna námskeiðsins sem hann skráir sig á. Líki iðkanda ekki við Metabolic hefur hann 30 daga frá skráningu til þess að segja sig úr Metabolic. Fær hann þá að fullu endurgreitt og falla allir samningar úr gildi. Gildir þetta aðeins um 3ja mánaða og ótímabundna áskrift, en ekki um Kynningar-/staka mánuði eða lokuð námskeið. Velji iðkandi 6+ mánaða áskrift er hún í gildi í ótiltekinn tíma og getur iðkandi sagt henni upp í fyrsta lagi eftir 3 mánuði, en hafa ber í huga að áskriftinni fylgir 3ja mánaða uppsagnarfrestur. Ef iðkandi hefur ekki nýtt áskriftina sína er ekki hægt að krefjast endurgreiðslu.

Ekki er boðið upp á frystingar á áskriftarleiðum.

Greiðsla vegna lokaðra námskeiða er óafturkræf.

Iðkendur eru á eigin ábyrgð þegar þeir stunda Metabolic.

Seljandi heitir kaupanda trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin.

Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Skilmálar þessir eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna þeirra skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Uppsögn þarf að berast skriflega með tölvupóst á info@metabolicreykjavik.is þar sem koma þarf kennitala kaupanda.