20+ tímar í hverri viku

Allt árið um kring 

MB1-3

Metabolic hóptíminn þar sem þú velur erfiðleikastig eftir þínu dagsformi.

Æfingarnar eru fyrir öll orkukerfi líkamans og því erum við ýmist að vinna með: kraft (power), styrk (strength) eða þol (endurance).

Ný æfing á töflunum á hverjum degi.

MB4

MB4 er hið eina sanna HIIT kerfi Metabolic.

Hér er hægt að velja um að vinna á vindhjóli (assault) eða concept róðravélum.

Þessar æfingar eru líka hannaðar fyrir öll orkukerfi eins og MB1-3.

Vol2

Vol2 er "stóri bróðir" MB3 æfinganna.

Hérna geturðu átt von á að fá æfingar fyrir öll orkukerfi saman í einni, ólíkt MB1-3 uppsetningunni.

Æfingar uppfærast á mánu-, miðviku- og föstudögum.

MST

MST er styrktaræfingakerfi Metabolic. Hér er gert ráð fyrir plássi í hnébeygjurekka og að æfingar séu gerðar með stöng.

Æfingar uppfærast á þriðju-, fimmtu- og laugardögum.

MObility recovery

Recovery tímar þar sem mjúkir boltar eru notaðir til að nudda ákveðna vöðva. Einnig eru gerðar teygjuæfingar fyrir sömu svæði.

Alltaf slökun í lokin.

MObility strenght

Unnið með liðleika og styrk, markmiðið er að ná fullri hreyfigetu liðamóta og fullum styrk í allri hreyfingunni.

Mjúkt jóga

Eins og löng upphitun með langri slökun í lokin. Nokkurskonar hvíldar-jógatími þar sem við hreyfum í gegnum öll helstu liðamótin án áreynslu.

Löng slökun í lokin.

Power jóga

Recovery tímar þar sem mjúkir boltar eru notaðir til að nudda ákveðna vöðva. Einnig eru gerðar teygjuæfingar fyrir sömu svæði.

Alltaf slökun í lokin.

Gott
að vita

Góður undirbúningur er lykillinn að ánægjulegri upplifun og góðum árangri. 

Failing to prepare,
is planning to fail.
-Benjamin Franklin.

Nauðsynlegt

Komdu með íþróttaföt og skó til inniæfinga.

Vatnsbrúsi er einnig nauðsynlegur. 

Fiskari

Við bjóðum þeim sem eru einungis í landi hluta úr mánuði sérstök kjör. Hafðu samband á [email protected] til að fá meiri upplýsingar. 

Næring

Nærðu þig helst 2 klst fyrir æfingu. Ef þú nærð því ekki, eins og t.d. fyrir morgunæfingu, þá eitthvað létt, eins og banani. 

Passaðu uppá að fá nægt prótein í hverri máltíð eftir að þú byrjar að æfa.

Klefar

Við bjóðum upp á rúmgóða búningsklefa með góðum sturtum. Það eru engin læst hólfe eða skápar, svo ef þú ert óörugg/ur með dýr tæki, þá er betra að skilja þau eftir í bílnum. 

Strætó

Stoppar á Höfðabakka: 

Stoppar á Stórhöfða: 
24 – 11 

Stoppar á Vagnhöfða:
12 

bílastæði

Það er nægur fjöldi bílastæða fyrir utan hjá okkur og í kringum húsið við Stórhöfða 17, þar sem við erum staðsett. 

Afsláttur

Metabolic Reykjavík á nokkra góða samstarfsaðila sem veita áskrifendum fín afsláttarkjör. Meðal samstarfsaðila má nefna Hreysti, Fætur toga og Wodbúðina. 

Sendu póst á info@metabolicreykjavík.is eða kíktu í lokaða áskrifendahópinn á Facebook til að fá meiri upplýsingar https://www.facebook.com/groups/MBRlokad