Allt árið um kring
Góður undirbúningur er lykillinn að ánægjulegri upplifun og góðum árangri.
Failing to prepare,
is planning to fail.
-Benjamin Franklin.
Komdu með íþróttaföt og skó til inniæfinga.
Vatnsbrúsi er einnig nauðsynlegur.
Við bjóðum þeim sem eru einungis í landi hluta úr mánuði sérstök kjör. Hafðu samband á [email protected] til að fá meiri upplýsingar.
Nærðu þig helst 2 klst fyrir æfingu. Ef þú nærð því ekki, eins og t.d. fyrir morgunæfingu, þá eitthvað létt, eins og banani.
Passaðu uppá að fá nægt prótein í hverri máltíð eftir að þú byrjar að æfa.
Við bjóðum upp á rúmgóða búningsklefa með góðum sturtum. Það eru engin læst hólfe eða skápar, svo ef þú ert óörugg/ur með dýr tæki, þá er betra að skilja þau eftir í bílnum.
Stoppar á Höfðabakka:
6
Stoppar á Stórhöfða:
24 – 11
Stoppar á Vagnhöfða:
12
Það er nægur fjöldi bílastæða fyrir utan hjá okkur og í kringum húsið við Stórhöfða 17, þar sem við erum staðsett.
Metabolic Reykjavík á nokkra góða samstarfsaðila sem veita áskrifendum fín afsláttarkjör. Meðal samstarfsaðila má nefna Hreysti, Fætur toga og Wodbúðina.
Sendu póst á info@metabolicreykjavík.is eða kíktu í lokaða áskrifendahópinn á Facebook til að fá meiri upplýsingar https://www.facebook.com/groups/MBRlokad