Þinn árangur, okkar ástríða!

Við veitum leiðsögn, viðmót og þjónustu sem þú munt ekki finna annarsstaðar.

Við viljum vita hvað þú heitir og hver markmiðin þín eru og viljum virkilega hjálpa þér að ná þeim.

Verið velkomin í Metabolic Rvk

Við erum þjálfunarstöð þar sem allir iðkendur æfa undir leiðsögn framúrskarandi þjálfara og í hópi fólks sem hvert hvert annað áfram og veitir stuðning.  

MB1-3 & MB3 vol2

Þetta er stóri hóptíminn okkar. Hér velur þú erfiðleikastig eftir þínu dagsformi og stuði.

MST

Þetta er styrktartíminn okkar sem fer fram í lyftingahorninu. Gert er ráð fyrir að hver iðkandi sé með lyftingarekka í þessum æfingum.

Einkaþjálfun

Framúrskarandi einkaþjálfarar starfa í húsinu sem bjóða upp á faglega einkaþjálfun og persónulega ráðgjöf.Hvort sem þú vilt skerpa á tækni sem er notuð í hóptímunum eða vera í heildrænni þjálfun sem er sérsniðin að þér, þá er þetta fyrir þig.

Þjónusta í Metabolic Rvk

Allir Metabolic tímar (MB) og MST (strenght tímar) eru hóptímar og fara fram í æfingasalnum okkar. 

Allir tímar eru undir stjórn þjálfara sem stýrir tímanum allt frá upphitun í niðurlag. 

Þjálfarinn stjórnar sameiginlegri upphitun fyrir allan hópinn og fer svo yfir æfingar dagsins með útskýringum. 

Að æfingu lokinni leiðir þjálfarinn svo lokaæfingu sem við köllum Finisher þar sem iðkendur fá síðustu (og stundum erfiðustu) áskorun tímans. 

Afhverju þú ættir að velja metabolic rvk

Framúrskarandi aðstaða

Við erum með hágæða búnað og sífellt að endurnýja leiktækin í salnum hjá okkur.

Hágæða æfingakerfi

Við vinnum með hágæða æfingakerfi með vísindalegan bakgrunn. Það eru engar tilviljanir í kerfinu, hvorki í æfingavali né uppröðun.

samfélag iðkenda

Við viljum að þú upplifir þig sem hluta af samfélaginu okkar. Þannig áttu ekki að þurfa að stóla á einn vin eða vinkonu til að fara með þér á æfingu.